CNBC skýrir frá þessu og segir að Buffett hafi tilkynnt um gjöfina á þakkargjörðardaginn á fimmtudaginn.
Gjöfin fer meðal annars til Susam Thompson Buffett Foundation sem er sjóður nefndur eftir fyrstu eiginkonu Buffett. Að auki renna peningar í kassa þriggja sjóða sem börn Buffett stýra.
Auður Buffett er metinn á sem svarar til um 14.000 milljarða íslenskra króna.
Hann strengdi þess heit 2006 að fram að andláti sínu muni hann gefa 99% af auðæfum sínum til mannúðarmála.
Hann hefur allar götur síðan gefið háar fjárhæðir einu sinni á ári til Susan Thompson Buffett Foundation auk sjóðanna þriggja sem börn hans stýra. Að auki hefur hann gefið háar fjárhæðir til Bill and Melinda Gates Foundation.