Einn ökumaður til viðbótar var handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum áfengis.
Í Miðborginni var einn handtekinn í gærkvöldi eftir að hann hafði haft í hótunum við starfsfólk verslunar einnar. Hann var vistaður í fangageymslu.
Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í Hafnarfirði. Hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni.