Brendan Aaronson, leikmaður Leeds og Bandaríkjanna, heimtar að landar hans fái að fara fá frekari virðingu í Evrópuboltanum.
Það er oft litið niður á Bandaríkjamenn þegar kemur að Evrópufótboltanum en margir leikmenn hafa gert það gott undanfarin ár.
Sterkt landslið Bandaríkjanna spilar nú á HM og er möguleiki á að einhverjir leikmenn liðsins muni vekja athygli stærri liða fyrir janúargluggann.
,,Ég tel að margir leikmenn Bandaríkjanna hafi náð árangri í Evrópu og fá ekki nógu mikið hrós fyrir það,“ sagði Aaronson.
,,Undanfarin ár hafa fjölmargir leikmenn spilað í ensku úrvalsdeildinni og í Evrópi, þeir hafa skapað nafn fyrir okkur hér.“
,,Það er ótrúlegt að sjá magnið af Bandaríkjamönnum sem spila um hverja helgi. Tíminn hefur breyst og hvernig við hugsum hefur einnig breyst.“