Sam Parks fæddist 20. október 1874 í Boston. Hann fæddist með osteogenisis imperfecta, eða beinstökkva, erfðagalla sem veldur mikilli rýrnun beinmassa og verða bein því stökk og brotna auðveldlega.
En sagan af Sam er dæmlaus frásögn dugnaðar og stolts. Sam Park gafst aldrei upp í leit sinni að hamingju og lífsgleði. Og ást.
Sam var af bláfátækri fjölskyldu og reyndi pilturinn frá unga aldri að vera ekki byrði á fjölskyldu sinni, þrátt fyrir alvarlegu fötlun. Foreldrar hans gerðu sitt besta til að sjá un son sinn en Sam var alltaf illa við þurfa að reiða sig á hjálp annarra, oft á kostnað heilsu sinnar.
Froskadrengurinn fær nafn
Þegar að Sam var fimmtán ára var hann spurður að því hversu oft hann hefði beinbrotnaði. Hann var ekki viss en hélt sig hafa brotnað 58 sinnum. Það er reyndar örugglega of lág tala þar sem aðeins var um að ræða þau brot sem Sam mundi eftir – ekki brot úr frumbernsku.
Hin endalausu beinbrot ollu því að Sam var ekki bara dvergvaxin, heldur var líkami hans snúinn á alla kanti þar sem mörg brotanna höfðu gróið rangt. Sérstaklega voru fætur hans snúnir og beygðir og það var ekki síst vegna lögunnar fótanna að Sam fékk viðurnefnið „froskadrengurinn.“
Sam vissi að hann þyrfti að sjá fyrir sér á einhvern hátt, enda lítið um fé á heimilinu. Hann kom fyrst fram opinberlega 19 ára og þá á sýningu ætlaða læknanemum á heimssýningunni í Chicago 1893.
Fyrsta ástin
Sam fékk vel greitt fyrir og ákvað að leggja sýningu á líkama sínum fyrir sig. Sam hóf að ferðast á milli sirkusa og sýningaratriða í Bandaríkjunum. Eftirspurnin var mikil og Sam tók ávallt hæsta boði. Hann nýtt sér froskaviðurnefnið til fulls, hermdi eftir hegðun froska og hoppaði um, áhorfendum til mikillar skemmtunar.
Þrátt fyrir niðurlæginguna sem fylgdi slíkum sýningum sætti Sam sig ástandið enda var hann eftirsóttur til sýninga og græddi vel.
Sam varð yfir sig ástfanginn árið 1906, þá 32 ára gamall, og var sú ást endurgoldin. Sam giftit Idu Granville og í tæpt ár var líf hans fullkomið. Þá stakk umboðsmaður hans af með alla hans fjármuni og skildu þau hjón eftir allslaus. En með hjálp Idu tókst þeim hjónum að ná sér fjárhagslega og þegar að heilbrigður sonur fæddist skömmu síðar taldi Sam að hann gæti ekki orðið hamingjusamari.
En hamingjan átti eftir að reynast Sam svikul og lést Ida og annað barn þeirra við fæðingu drengs árið 1909.
Sorgir og gleði
Sam var niðurbrotinn. Heilsu hans hrakaði hratt auk þess sem hann var einstæður faðir lítils drengs sem hann var efins um að geta séð um. Hann sagði síðar að þetta hefði verið sárasta tímabil ævi sinnar og hefði hann í raun misst alla von.
En á sýningarferð í Kanada árið 1910 hitti Sam Helen Himmel, dvergvaxna konu sem gekk undir sýningarnafninu Wee-Wee og féll fyir henni. Sam gerði bókstaflega allt til að ganga í augun á Helen og svo fór að hann vann ástir hennar. Þau giftust og héldu áfram að sýningarferðum, auglýst sem ,,Heimsins furðurlegustu hjón.”
Sam og Helen fögnuðu syni árið 1911 og töldu þau hjón þá nóg komið af sýningum. Sögðu þau ekki sækjast eftir ríkidæmi heldur frið og ró.
Keyptu þau sér því lítill blaðastandmsem einnig seldi tóbak og sælgæti, og ráku hann í sameiningu þar til Sam lést árið 1923, 49 ára að aldri.
Sam Park er enn minnst með hlýju sem rólyndum og elskulegum manni sem kom vel fram við alla og kvartaði aldrei. Hann þótti ótrúlega rómantískur, gafst aldrei upp í leitinn að ástinni, fann hana tvistavar og elskaði fjölskyldu sína framar öllu.