Eden Hazard, leikmaður Belgíu, segir að liðið geti unnið HM ef hann spilar sinn besta leik á HM í Katar.
Hazard hefur upplifað erfið undanfarin ár og er orðinn varamaður hjá Real Madrid þar sem spilatíminn er lítill.
Hazard spilaði 65 mínútur í 1-0 sigri gegn Kanada í fyrstu umferð og er vongóður þegar kemur að möguleikum Belga.
,,Því fleiri leikir sem ég spila því betri er ég. Þetta er undir mér komið að spila eins vel og´eg get. Ég vil koma því fram að ég er enn í frábæru standi og að Belgía geti unnið HM ef Eden Hazard er í toppformi.“
,,Mér líður vel. Ég spilaði 65 mínútur í fyrsta leiknum og spilaði vel en við getum gert betur sem lið.“
Kevin De Bruyne, liðsfélagi Hazard, var ekki á sama máli en hann segir að liðið sé alls ekki eins gott og fyrir fjórum árum.
De Bruyne tók ekki undir ummæli Hazard og telur að liðið eigi mun minni möguleika í dag en á HM 2018 í Rússlandi.
,,Okkar tækifæri var árið 2018, við erum með gott lið en það er í eldri kantinum. Við höfum misst mikilvæga leikmenn,“ sagði De Bruyne.
,,Við erum með nýja góða leikmenn en þeir eru ekki í sama gæðaflokki og árið 2018. Við erum ekki meðal þeirra sigurstranglegustu.“