Cristiano Ronaldo er búinn að fá samningstilboð eftir að hafa yfirgefið lið Manchester United.
Frá þessu greina þeir Ben Jacobs og James Benge í kvöld en þeir starfa fyrir CBS Sports.
Ronaldo er með tilboð í höndunum frá Al Nassr í Sádí Arabíu en hann fær þriggja ára samning þar ef hann samþykkir.
Það myndi þýða að Ronaldo verði samningsbundinn til fertugsaldurs en hann er 37 ára gamall í dag.
Það eru fá lið sem geta borgað himinhá laun Ronaldo en ef einhver lið geta það eru þau í Sádí Arabíu.
Exclusive | Al Nassr have become the first club to offer Cristiano Ronaldo a contract, one for three years that will have him playing into his 40s.
Story with @JacobsBen https://t.co/YHiXUVccL6
— James Benge (@jamesbenge) November 26, 2022