Brasilíumaðurinn Neymar fór meiddur af velli í fyrradag er Brasilía vann 2-0 sigur á Serbíu í riðlakeppninni.
Richarlison skoraði bæði mörk Brasilíu í sigrinum og það seinna var með magnaðri bakfallspyrnu.
Neymar náði ekki að komast á blað en hann er nálægt því að verða markahæsti leikmaður í sögu Brasilíu.
Neymar hefur skorað 75 mörk á sínum ferli fyrir Brassana og er tveimur mörkum frá goðsögninni Pele.
Nú er vonast eftir því að Neymar muni getað spilað meira á þessu móti til að eiga von á að bæta metið í stórkeppni.
Pele skoraði 77 mörk í 92 leikjum en Neymar hefur náð 75 mörkum í alls 122 leikjum.