Argentína 2 – 0 Mexíkó
1-0 Lionel Messi(’64)
2-0 Enzo Fernandez(’87)
Lionel Messi sá um að klára lið Mexíkó á HM í Katar í kvöld er liðin áttust við í lokaleik dagsins.
Messi náði sem betur fer að spila þennan leik eftir að hafa verið tæpur eftir fyrsta leik liðsins gegn Sádí Arabíu.
Messi kom Argentínu yfir á 64. mínútu áður en Enzo Fernandez skoraði undir lokin eftir sendingu frá goðsögninni.
Sigurinn ger mikilvægur fyrir Argentínumenn sem töpuðu 2-1 gegn Sádunum í fyrstu umferð.
Mexíkó er ekki í góðri stöðu fyrir lokaumferðina og er með eitt stig í neðsta sæti.