Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, bannar leikmönnum liðsins ekki að stunda kynlíf á meðan HM í Katar fer fram.
Það eru ýmsir þjálfarar sem taka upp á því að banna leikmönnum að stunda kynlíf en meiðsli geta komið upp í svefnherberginu.
Enrique var óvænt spurður út í hans eigin reglur á blaðamannafundi en hann þekkir það sjálfur að vera leikmaður.
Kynsvall væri ekki það besta fyrir leikmenn fyrir mikilvæga leiki en að stunda kynlíf með eigin maka er eitthvað sem Enrique hefur ekkert á móti.
,,Ég horfi á kynlíf sem mikilvægan hlut. Þegar ég var leikmaður þá gerðum ég og eiginkona mín það sem við þurftum að gera,“ sagði Enrique.
,,Þetta er eitthvað sem ég tel vera mjög eðlilegt. Ef þú ert að stunda kynsvall fyrir leik þá hentar það ekki vel en það er eins og það er.“