Cristiano Ronaldo, leikmaður Portúgals, skoraði í 3-2 sigri liðsins á Gana á HM í Katar á fimmtudag.
Ronaldo er að spila á sínu fimmta heimsmeistaramóti en hann byrjar vel og gerði fyrsta mark Portúgals úr vítaspyrnu.
Ronaldo er mikið á milli tannana á fólki þessa dagana en hann er farinn frá Manchester United og var samningi hans rift.
Ronaldo var afar ánægður með augnablikið en hann er einnig sá fyrsti til að skora á fimm HM á ferlinum.
,,Þetta var fallegt augnablik, þetta er mitt fimmta heimsmeistaramót,“ sagði Ronaldo við blaðamenn.
,,Við unnum leikinn og byrjuðum hann vel. Það er mjög mikilvægt að sigra þennan leik því við vitum að þeir fyrstu skipta öllu máli.“