Bruno Fernandes segir fjölmiðlum og fyrrum leikmönnum að halda áfram að gagnrýna liðsfélaga sinn, Cristiano Ronaldo.
Ronaldo skoraði í 3-2 sigri á Gana á HM á fimmtudag en hann var öflugur í leiknum og er einn umtalaðasti leikmaður heims um þessar mundir.
Ronaldo er búinn að fá samningi sínum við Manchester United rift og hefur verið töluvert gagnrýndur fyrir hegðun sína hjá félaginu.
Fernandes lék með Ronaldo í Manchester sem og í Portúgal og vonar hann innilega að gagnrýnisraddirnar hætti ekki.
,,Ég tel að Cristiano standi sig best þegar hann liggur undir gagnrýni frá öllum,“ sagði Fernandes.
,,Ég vil óska þess að þið haldið áfram að gera það sama því hann mun vera upp á sitt besta með þessu áframhaldi.“