fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Skýtur föstum skotum á stórstjörnuna á HM – ,,Eins og hann sé í utandeildinni“

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. nóvember 2022 12:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Suarez, stjarna Úrúgvæ, er í engu standi til að spila á HM segja sparkspekingar TalkSport en hann lék með liðinu gegn Suður-Kóreu í vikunni.

Dean Saunders, fyrrum leikmaður Liverpool, var á meðal þeirra sem gagnrýndu Suarez sem lék í þessu markalausa jafntefli.

Suarez er fyrrum leikmaður Liverpool og Barcelona en er án félags þessa stundina eftir stutt stopp í heimalandinu.

Framherjinn er ásakaður um að vera í engu formi til að spila á HM en hann verður 36 ára gamall í janúar.

,,Hann virkar alls ekki í standi,“ sagði Alex Crook í samtali við TalkSport áður en Saunders tók við.

,,Þetta er eins og þegar þú ert í utandeildinni og að hann hafi ekki spilað leik fyrir þig í tvö ár, hann mætir bara allt í einu á æfingu og búningurinn passar á hann. Þannig er tilfinningin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt
433Sport
Í gær

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf