HM í Katar hefur hingað til ekki verið neinn draumur fyrir leikmenn Bayern Munchen í Þýskalandi.
Þýskaland byrjaði sjálft mjög illa á mótinu í Katar með Jamal Musiala, Manuel Neuer, Serge Gnabry, Thomas Muller, Joshua Kimmich, Leroy Sane, og Leon Goretzka innanborðs.
Allir þessir átta leikmenn voru í leikmannahópi Bayern gegn Japan í leik sem tapaðist mjög óvænt 2-1.
Ekki nóg með það þá byrjaði Alphonso Davies illa með Kanada og klikkaði á vítaspyrnu í 1-0 tapi gegn Belgíu.
Lucas Hernandez sleit þá krossband í fyrsta leik Frakklands og Sadio Mane meiddist stuttu fyrir mót og gat ekki leikið með Senegal í mótinu.