Þýskaland þarf á kraftaverki að halda til að komast í næstu umferð HM í Katar að sögn fyrrum leikmanns liðsins, Jurgen Klinsmann.
Klinsmann er goðsögn Þýskalands og var lengi landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og þekkir það vel að spila á HM.
Þýskaland olli verulegum vonbrigðum í vikunni og tapaði 2-1 gegn Japan í fyrsta leik sínum í keppninni.
Síðasta HM Þýskalands var algjör martröð er liðið datt úr keppni í riðlinum í Rússlandi árið 2018.
,,Augljóslega er þetta mjög svekkjandi fyrir okkur Þjóðverja. Frammistaðan heilt yfir var eki nógu góð og við bjuggumst ekki við þessu eftir hörmungarnar í Rússlandi þar sem við duttum úr leik í riðlakeppninni,“ sagði Klinsmann.
,,Okkar von var að þeir myndu mæta í verkefnið með réttan anda og með rétt tempó, jafnvel þó að við höfum verið 1-0 yfir þá var langt í næsta gír.“
,,Nú er Þýskaland með bakið upp vð vegginn og ef þeir framkvæma ekki kraftaverk gegn Spánverjum og vinna þann leik þá gætu þeir farið heim.“