Ótrúleg ferðasaga Ragnars Sigurðssonar til Senegal verður sögð í Íþróttavikunni hjá Benna Bó á Hringbraut í kvöld klukkan 21:00.
Ragnar hætti í fótbolta fyrir nokkru síðan en hann átti afar farsælan feril í atvinnumennsku og með landsliðinu.
Ragnar ræðir ferilinn, ferðina til Senegal og margt fleira í þætti kvöldsins.
Farið verður yfir fréttir vikunnar, Heimsmeistaramótið í Katar og þá verður keppnistímabilið í Formúlu 1 gert upp.
Ekki missa af því.