Það er fróðlegur leikur í A-riðli klukkan 16:00 þar sem Holland og Ekvador mætast.
Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferð. Louis van Gaal gerir breytingu í vörn sinni og hendir Jurien Timber inn fyrir Matthijs de Ligt.
Byrjunarliðin eru hér að neðan.
Holland XI: Noppert, Timber, Van Dijk, Ake, Dumfries, Koopmeiners, De Jong, Blind, Klaassen, Gakpo, Bergwijn
Ekvador XI: Galindez, Preciado, Porozo, Torres, Hincapie, Estupinan, Plata, Mendez, Caicedo, Valencia, Estrada