fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Íslensk kona fær að heyra það fyrir óvenjulega beiðni á Facebook – „Hver er til í að reyna við kærastann minn?“

Fókus
Föstudaginn 25. nóvember 2022 19:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur leitaði í dag hjálpar í vinsælum Facebook-hópi íslenskra kvenna, hópurinn er með hátt í 30 þúsund meðlimi, en fékk vægast sagt ekki góðar viðtökur. Konan birti færslu í hópnum sem um ræðir og spurði hvort einhver í hópnum væri til í að reyna við kærastann sinn.

„Ég er nýbyrjuð í sambandi með strák sem hefur aldrei verið í sambandi áður,“ segir konan en strákurinn sem hún er byrjuð með er á fertugsaldri og hefur, að sögn konunnar, stundað kynlíf með undir 10 konum. „Ég kolféll fyrir honum og hann mér, vinir hans skjóta alla daga á hann að hann sé graðasti vinurinn og allskonar svona skot.“

Svo virðist vera sem þessi skot valdi konunni áhyggjum en hún segir að henni langi „agalega“ að prufa að láta einhverja aðra konu daðra við kærastann sinn, sjá hvort hann taki undir það. „Já þetta er rosalega hallærislegt en ég virkilega verð að vita það hvort hann myndi taka undir það,“ segir hún og spyr svo að lokum: „Hver er til í að reyna við kærastann minn?“

„Þetta samband er nú þegar dauðadæmt!“

Eins og fyrr segir þá féll þessi færsla ekki í kramið hjá flestum af meðlimum hópsins en konan er harðlega gagnrýnd í athugasemdunum við færsluna. „Myndi frekar bara reyna að tala við hann um þessi djók sem vinir hans eru að koma með og segja að þetta lætur þér líða óþægilega og óörugga,“ segir til dæmis ein kona í athugasemdunum. „Hahahahahaha hvað er þetta?“ spyr svo önnur. „Nei Guð ekki gera þetta,“ segir svo enn önnur.

„Hvað var ég að lesa? Shit hvað þetta er sturlað?“ er svo spurt í einni athugasemdinni en sama kona og spurði að þessu bætir síðar við annarri athugasemd og segir: „Þetta samband er nú þegar dauðadæmt!“

Nokkrar konur taka allar í sama streng og segja að þær yrðu ekki sáttar ef makinn þeirra myndi gera svona við sig. „Vá hvað ég myndi hætta með mínum maka ef hann myndi gera mér þetta. Ef þú ert að íhuga að gera þetta þá treystirðu honum ekki,“ segir ein þeirra. „Jahá… ég væri allavega fljót að hlaupa ef maki minn myndi gera þetta við mig,“ segir önnur. „Jahérna… snúðu dæminu við. Finnst þér í lagi ef hann myndi fara svona bakvið þig? Hann yrði líklegast kallaður narsissisti,“ segir svo enn önnur.

Í athugasemdunum segir ein kona að færsla sem þessi sé algeng sjón í færslum á samfélagsmiðlum eins og Reddit. Á Reddit er yfirleitt komið með svona dæmi og svo spurt hvort þetta sé slæmt. „Am I the Asshole? eða Fine or Fucked? Svarið er Yes og Fucked. Aldrei myndi mér detta þetta í hug.“ Þá hafa svona sögur verið vinsælar á samfélagsmiðlinum TikTok, það er að fólk biðji aðra um að reyna við makann sinn til að sjá hvort þeir séu traustsins verðir.

Finnst leiðinlegt hvað margar rakka konuna niður

Það eru þó ekki allar konurnar í hópnum á því að þetta sé slæmt hjá konunni sem birtir færsluna. „Finnst leiðinlegt hvað margar hér eru að rakka þig niður án þess að hugsa út í að það er einhver ástæða fyrir því að þú hugsir svona, hefur kannski lent illa í mönnum,“ segir til að mynda ein kona í athugasemd við færsluna. „En eins og nokkrar hafa sagt hérna að þá eru samskipti og heiðarleiki það eina sem virkar til þess að samband virki, allt svona shady shit er að fara að fokka öllu upp. Gangi þér vel,“ segir konan svo enn fremur.

Önnur kona segir þá að mögulega sé hún bara að misskilja aðstæður. „Eru þeir ekki bara að tala um klámfíkn? Ef svo er… þá myndi ég hlaupa.“

Einnig segir ein að fyrir rúmum tveimur árum hafi hún verið í sömu sporum og konan sem birtir færsluna. „Með sama aldur og sögu og bara bara allt,“ segir sú kona og bætir við að hún hefði átt að hlusta á innsæið, ef það sé að segja að eitthvað sé slæmt þá sé eitthvað til í því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“