fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Héraðsdómur hefur úrskurðað að barnsfaðir Eddu geti tekið synina – „Við ætlum ekki að tapa trúnni á réttlæti fyrir börnin okkar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 13:00

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Björk Arnardóttir, móðirin sem nam syni sína þrjá á brott frá föður þeirra í Noregi og flaug með þeim til Íslands, hefur tapað aðfararmáli sem faðirinn höfðaði á hendur henni. Málið kom upp seint í mars á þessu ári.

Sjá einnig: Íslensk móðir talin hafa numið  börn sín á brott frá Noregi í einkaflugvél

Faðirinn fór með forsjá drengjanna í Noregi. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að faðirinn geti farið í aðfararaðgerð gegn Eddu og þýðir það að drengirnir verða fluttir frá henni og til föðurins í Noregi. Samkvæmt lögum getur þessi aðgerð átt sér stað sex vikum eftir úrskurðinn. Ljóst er að málinu verður áfrýjað til Landsréttar og gæti það tafið aðfararaðgerðina (eða komið í veg fyrir hana ef Landsréttur snýr við úrskurðinum), það fer að sjálfsögðu eftir því hvenær úrskurður Landsréttar fellur.

Edda fjallar stuttlega um málið á Facebook-síðu sinni og bendir þar meðal annars á að þessi niðurstaða sé andstæð vilja barnanna sjálfra:

„Von, trú og kærleikur dugðu ekki að þessu sinni og tapaðist málið okkar fyrir Héraðsdómi. En við ætlum ekki að tapa trúnni á réttlæti fyrir börnin okkar og áfrýjun málinu að sjálfsögðu.

Ég ætla mér ekki að tíunda rök dómsins en get sagt að það var að öllu farið gegn skýrslu dómskvadds matsmanns og algjörlega gegn einbeittum vilja drengja sem eru tveir að verða 12 ára og einn 9 ára.

Þó að við höfum tapað i Héraðsdómi þá er það nú samt þannig að við eigum ást og traust barnanna sem vilja ekkert frekar en vera saman og hjá okkur. Það er verðmætast og sannarlega þess virði að berjast fyrir

Aðventan að byrja og hlökkum við til hennar í fyrsta sinn saman síðan 2017.“

DV hafði samband við Eddu vegna málsins en hún vildi ekki tjá sig um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“