Það myndaðist regnbogi þegar verið var að vökva völlinn fyrir leik Wales og Íran á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag.
Leikurinn stendur yfir og er markalaust í hálfleik. Hann er liður í B-riðli, en þar eru einnig England og Bandaríkin. Þau mætast í kvöld.
Fyrir leik var völlurinn vökvaður og vegna sólarinnar myndaðist regnbogi.
Þykir þetta táknrænt, en samkynhneigð er bönnuð í Katar.
Leikmönnum hefur verið bannað að vera fyrirliðabönd sem styðja hinsegin fólk, án þess að hljóta refsingu fyrir það.
Myndina sem um ræðir má sjá hér að neðan.