Þeir sjö milljarðar, sem tilkynnt var um, bætast við háar fjárhæðir sem sjóðurinn hefur gefið til verkefna í Afríku á síðustu árum. Peningunum verður varið til þess að takast á við hungur, sjúkdóma, fátækt og kynjamisrétti. Hæstu fjárhæðirnar fara til Nígeríu sem er fjölmennasta ríki álfunnar.
Hjálparsamtök í Afríku standa nú frammi fyrir minni fjárstuðningi vegna stríðsins í Úkraínu því peningum hefur verið beint þangað í staðinn. Auk þess hefur innrás Rússa í Úkraínu haft þau áhrif að matvælaverð hefur hækkað sem hefur haft áhrif á starfsemi hjálparsamtaka.
Bill Gates sagði að áhrifa stríðsins í Úkraínu gæti mjög í Evrópu og því séu framlög til hjálparstarfa ekki á uppleið.
Miklir þurrkar hafa herjað á Kenía og stóran hluta Austur-Afríku að undanförnu og eru þetta verstu þurrkarnir í fjóra áratugi. Þurrkarnir og heimsfaraldur kórónuveirunnar hafa ýtt rúmlega 10 milljónum íbúa á svæðinu „út á brún hungursneyðar“ segja hin kristilegu World Vision hjálparsamtök.
CNN segir að Sameinuðu þjóðirnar reikni með að hungursneyð verði lýst yfir í hlutum Sómalíu fyrir áramót.