fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Pressan

Yfirmaður hjá NASA segir stutt í að fólk muni búa á tunglinu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 20:00

Framtíðarsýn NASA. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gæti farið svo að fólk hafi tekið sér bólfestu á tunglinu fyrir lok þessa áratugar. Þetta segir Howar Hu, yfirmaður Orion verkefnis NASA.

Orion er geimfarið sem var nýlega skotið á loft með Artemis-eldflaug. Var förinni heitið til tunglsins en þó var ekki lent þar að þessu sinni. Um borð í Orion eru brúður, í líki fólks, til að hægt sé að mæla áhrif ferðar af þessu tagi á fólk.

Í samtali við Laura Kuenssberg í þættinum BBC Sunday sagði Howar Hu að geimskotið væri „sögulegur dagur“ fyrir geimferðir. Þetta hafi verið fyrsta skrefið í átt að langtíma rannsóknum á djúpgeimnum, ekki bara fyrir Bandaríkin heldur fyrir alla heimsbyggðina.

Hann sagði að markmiðið með Artemis-áætluninni sé að flytja fólk til tunglsins en þar er fyrirhugað að koma upp fastri viðveru í geimstöð á braut um tunglið. Munu geimfarar síðan nota litlar skutlur til að fara niður á yfirborð tunglsins.

Hann sagði að fólk muni örugglega búa á tunglinu, þó kannski ekki stöðugt. Þar verði íverustaðir og ökutæki.

Hann sagði að geimfararnir muni stunda rannsóknir á tunglinu. Næsta skref sé síðan að fara til Mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Þegar þú situr fyrir framan skjá allan daginn þá verður þú kona. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta“

„Þegar þú situr fyrir framan skjá allan daginn þá verður þú kona. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta“
Pressan
Í gær

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás
Pressan
Í gær

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump