Það var á þriðjudegi sem háskólinn tilkynnti að allar stúdínur, sem áttu að fara í próf, skyldu skila inn niðurstöðu þungunarprófs sem þær áttu að greiða sjálfar. Ef þær skiluðu ekki inn niðurstöðu prófs myndu þær ekki fá að þreyta próf.
Þetta vakti strax mikla athygli og tjáði Catherine Kyobutingi, forstjóri African Population and Health Research Center, sig um þetta á Twitter og sagði þetta vera algjört rugl, mismunun og algjörlega óásættanlegt.
Dr. Githinji Gitahi, stjórnarformaður óhagnaðardrifnu samtakanna Amref Health Africa tjáði sig einnig um þetta á Twitter og skrifaði: „Hvað? Af hverju? Í alvöru? Af því að þungun tengist prófum svo mikið? Veitir fóstrið ótilhlýðilegt forskot í prófum? Ég skil þetta ekki.“
Úgönsku kvenréttindasamtökin FIDA Uganda tjáðu sig einnig um ákvörðunina og bentu á að stjórnarskráin tryggi konum ákveðin réttindi og banni mismunun kynjanna.
Á fimmtudegi, tveimur sólarhringum eftir að krafan um þungunarprófið var sett fram, breytti háskólinn um stefnu.
CNN skýrir frá þessu.