Meðal þeirra kenninga sem hafa verið settar fram er að kínverska mafían hafi ráðið hann af dögum og að hann hafi fengið hjartaáfall.
Lík hans var krufið og var niðurstaðan að hann hefði látist af völdum bólgu á heila sem hafi myndast þegar hann tók verkjalyf.
Sky News segir að vísindamenn hafi nýlega varpað þeirri kenningu fram að Bruce Lee hafi látist af völdum natríumskorts. „Með öðrum orðum, þá erum við að segja að nýrun hafi ekki getað losað sig við umframvatn og að það hafi orðið Bruce Lee að bana,“ segja vísindamenn í grein í vísindaritinu Clinical Kidney Journal.
Þeir segja að nokkur atriði bendi til að Bruce Lee hafi drukkið mikið vatn. Þar á meðal sé að eiginkona hans hafi sagt að mataræði hans hafi byggst á vökva, þar á meðal gulrótarsafa og appelsínusafa. Einnig hafi Matthew Polly, sem skrifaði ævisögu hans, bent á vatnsneyslu hans daginn sem hann lést og rétt áður en hann veiktist.
Þeir benda einnig á að hann hafi reykt kannabis sem hafi valdið auknum þorsta. Vitað er að hann reykti kannabis daginn sem hann lést. Einnig getur hugsast að notkun lyfseðilsskyldra lyfja og áfengis hafi átt hlut að máli.