Þegar fósturvísarnir voru frystir var George H.W. Bush forseti Bandaríkjanna og John Major var forsætisráðherra Bretlands.
Sky News segir að fósturvísarnir hafi verið búnir til fyrir ónafngreind hjón á frjósemisstofu. Þar voru þau geymd þar til þau voru gefin bandarískri frjósemismiðstöð 2007.
Philip Ridgeway, faðir tvíburanna, var fimm ára þegar fósturvísarnir voru búnir til. Í samtali við CNN sagði hann að þetta væri eiginlega óskiljanlegt. „Ég var fimm ára þegar guð gaf Lydia og Timothy líf og hann hefur varðveitt þessi líf allar götur síðan. Þau eru eiginlega elstu börnin okkar þótt þau séu minnstu börnin okkar,“ sagði hann.
Hann og eiginkona hans, Rachel Ridgeway, eiga fjögur önnur börn á aldrinum tveggja til átta ára.