fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Tímamótarannsókn gæti tvöfaldað lífslíkur krabbameinssjúklinga innan tíu ára

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 11:00

Krabbameinsfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska krabbameinsrannsóknarstofnunin, ICR, hefur hrundið fimm ára rannsókn af stað og segir að hún sé „mjög spennandi“. Markmiðið með henni er að „afhjúpa og trufla vistkerfi krabbameins“.

Vísindamenn, sem vinna að rannsókninni, segja að rannsóknin geti leitt til þess að lífslíkur krabbameinssjúklinga tvöfaldist á næsta áratug. Sky News skýrir frá þessu.

Fram kemur að samkvæmt því sem sérfræðingar hjá ICR og Royal Marsden NHS Foundation Trust segja þá geti krabbameinssjúklingar lifað mun lengur en í dag og fleiri geti læknast ef allt gengur að óskum.

Vísindamennirnir eru nú að læra meira um það sem þeir kalla „vistkerfi krabbameins“. Þar á meðal er ónæmiskerfið sem og sameindir, frumur og annað sem umlykja æxli og hjálpa þeim að stækka.

Vísindamennirnir telja að þeir geti náð árangri á þessu sviði með því til dæmis að eyðileggja krabbameinsfrumur, með því að styrkja getu líkamans til að berjast við krabbamein og að koma í veg fyrir að heilbrigðar frumur séu blekktar til að hjálpa krabbameini að lifa af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn