Kókaínið kemur frá smyglurum sem reyna að koma því inn í Evrópu í gegnum höfnina í Antwerpen.
Það að tollgæslan nái svo miklu magni af fíkniefnum vekur auðvitað gleði því þau ná ekki að komast á markaðinn. En þau valda yfirvöldum ákveðnum vandræðum því þau eiga í vandræðum með að eyða öllu þessu magni nægilega hratt.
Fíkniefnin eru því geymd í geymslum og það veldur yfirvöldum áhyggjum því þau óttast að glæpagengi reyni að stela þeim úr geymslunum.
Kókaínið kemur frá Suður-Ameríku og það er ekkert smá magn sem er reynt að smygla inn í Evrópu þaðan. Belgíska tollgæslan er við að setja met hvað varðar magn af haldlögðu kókaíni. Stefnir í að hún nái 100 tonnum á þessu ári en á síðasta ári lagði hún hald á 89,5 tonn.
Yfirvöld segja að glæpagengi noti dróna til að fylgjast með ferðum tollvarða og til finna geymslurnar þar sem yfirvöld geyma fíkniefnin.