fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Bein fylgni er á milli menntunarstigs Íslendinga og lífslengdar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 10:00

Menntun skiptir máli þegar kemur að ævilengd. MYND/GETTY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem var gerð á vegum Hjartaverndar, sýna að bein fylgni er á milli menntunar og lífslengdar Íslendinga. Hefur menntunarstigið veruleg áhrif á lífslíkurnar, sérstaklega hjá konum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að konur, með litla menntun, geti almennt gert ráð fyrir að lifa skemur en langskólagengnar konur og fer þessi munur vaxandi og munar mörgum árum.

Rannsóknin náði til sex þúsund manns. Voru þeir flokkaðir eftir menntunarstigi en við þá flokkun kom þessi munur í ljós. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við HÍ, vann að rannsókninni og hefur Fréttablaðið eftir honum að auðvitað vakni sú spurning af hverju þetta sé svona.

Hann sagðist telja líklegast að lífsstíll ráði þarna. „Rannsóknin leiðir í ljós að það er miklu meira um hjartasjúkdóma hjá fólki með litla menntun en hjá þeim sem hafa sótt sér meiri menntun,“ sagði hann og benti á að reikna megi með að hinir menntuðu hafi meira svigrúm í lífinu. Rannsóknin sýni fram á mikilvægi menntunar. „Það er eitthvað í henni sjálfri sem gerir fólk sterkara og hjálpar því við að viðhalda hreysti og lengja lífið fyrir vikið,“ sagði hann.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt