fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sérfræðingar í vetrarstríði senda Úkraínu stóra hjálparpakka

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 06:54

Úkraínskir hermenn í vetrarklæðnaði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veturinn hefur hafið innreið sína í Úkraínu og þar með er nýr og ískaldur kafli hafinn í stríði landsmanna við rússneska innrásarliðið. Sögulega séð þá hefur veturinn verið Rússum hliðhollur, að minnsta kosti er það hluti af rússneskum þjóðsögum. Hann hjálpaði þeim að sigra her Napóleons og her nasista í síðari heimsstyrjöldinni.

En það er ekki öruggt að hann verði Rússum hliðhollur að þessu sinni. Veturinn er erfiður á þessum slóðum og þrátt fyrir að hermenn hafi góðan vetrarbúnað er ekki öruggt að það dugi til.

Nú hafa sannkallaðir sérfræðingar í vetrarhernaði ákveðið að senda úkraínska hernum aðstoð til að auðvelda honum að komast í gegnum veturinn. Þetta eru Svíar og Finnar en báðar þjóðirnar eru þekktar fyrir sérfræðiþekkingu á vetrarhernaði.

Má þar nefna að Finnar gátu nýtt sér veturinn þegar þeir vörðust innrás Sovétmanna í Vetrarstríðinu 1940. Eftir 105 daga stríð sömdu Finnar um frið við Sovétríkin. Þeir urðu að láta um 10% af landi sínu af hendi en náðu að halda sjálfstæði sínu og lýðræði. Í stríðinu er talið að um 250.000 rússneskir hermenn hafi fallið og um 25.000 finnskir hermenn.

Í Úkraínu getur frostið farið niður fyrir 20 gráður. Það eitt að þrífa vopn, sinna viðhaldi á ökutækjum og að halda á sér hita í skotgröfum getur reynst mikil áskorun við slíkar aðstæður.

Almennt er talið að rússneski herinn sé að fara inn í erfiða tíma varðandi veðurfarið því búnaður hans er ekki upp á marga fiska og áhugalitlir nýliðar, sem hafa verið neyddir til herþjónustu, streyma á vígvöllinn.

Á hinn bóginn hafi úkraínskir hermenn eitthvað til að berjast fyrir og úkraínska herstjórnin telur að veturinn muni gagnast Úkraínumönnum.

Finnar hafa ákveðið að senda Úkraínumönnum tíunda hjálparpakkann, síðan stríðið hófst. Nemur stuðningur þeirra við Úkraínu sem nemur tæpum 25 milljörðum íslenskra króna. Þeir halda því leyndu hvað þeir hafa sent Úkraínumönnum, telja enga ástæðu til að Rússar fái að vita það. Þeir hafa fylgt þeirri línu að láta Úkraínumenn fá það sem þeir vilja gjarnan fá en þó án þess að veikja varnir Finnlands. Antti Kaikkonen, varnarmálaráðherra, sagði þó nýlega í samtali við Euronews að í síðasta hjálparpakkanum hafi verið tekið mið af því að veturinn sé að bresta á.

Sérfræðingar hafa bent á að góður vetrarfatnaður sé mikilvægur fyrir Úkraínumenn en finnskur vetrarfatnaður, felubúningar, er talinn einn sá besti í heimil. Telja þeir því hugsanlegt að Finnar hafi sent slíkan fatnað auk lítilla tjalda með litlum ofnum til Úkraínu.

Svíar eru opnari þegar kemur að því að skýra frá hvað þeir senda til Úkraínu. Þeir hafa til dæmis sent loftvarnarkerfi og skotfæri. Í nýjasta hjálparpakka þeirra er vetrarfatnaður, tjöld og jeppar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“