Antonio Rudiger, leikmaður Þýskalands, fékk harða gagnrýni frá fyrrum landsliðsmanninum Dietmar Hamann í gær.
Rudiger virtist gera lítið úr leikmanni Japans sem elti boltann við endalínuna er hann lyfti upp fótunum og tók stór skref á komískan hátt.
Staðan var 1-0 fyrir Þýskalandi á þessum tíma en Japan kom að lokum til baka og vann ótrúlegan 2-1 sigur.
,,Rudiger veit að boltinn er að fara útaf og hann ákveður að lyfta upp fótunum,“ sagði Hamann.
,,Þú gerir ekki lítið úr andstæðingnum því það mun alltaf bíta þig á endanum. Þetta var mjög ófagmannlegt og átti engan rétt á sér. Hrokafullt. Það er engin vörn fyrir þessu.“
Antonio Rüdiger high-stepping like Deion 😍 pic.twitter.com/FDWDipBpnK
— René Bugner (@RNBWCV) November 23, 2022