fbpx
Miðvikudagur 05.mars 2025
433Sport

Ronaldo skrifaði nafn sitt í sögubækurnar er Portúgal hóf HM vegferð sína á sigri

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 17:58

Cristiano Ronaldo GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo var á meðal markaskorara þegar að portúgalska landsliðið hóf vegferð sína á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Katar á 3-2 sigri gegn Gana í kvöld.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik leiksins en allt annað átti eftir að vera upp á teningnum í þeim síðari.

Á 65. mínútu var brotið á téðum Ronaldo innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Ronaldo steig sjálfur á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi fram hjá Lawrence Ali sem stóð í marki Gana.

Þar með varð Ronaldo fyrsta leikmaðurinn í sögu Heimsmeistaramóts karla  í knattspyrnu til þess að skora á fimm mismunandi Heimsmeistaramótum. Hreint út sagt magnaður árangur.

Ganverjar voru hins vegar ekki að lengi að svara fyrir sig því aðeins átta mínútum síðar jafnaði André Ayew metin.

Að sama skapi leið ekki á löngu þar til Portúgalir komust á ný yfir í leiknum. Joao Felix, leikmaður Atletico Madrid afgreiddi boltann af miklu öryggi í netið eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes.

Rafael Leao bætti síðan við þriðja marki Portúgal aðeins tveimur mínútum síðar og héldu þá margir að þar með væru möguleikar Gana á stigi í leiknum foknir út um gluggann.

Leikmenn Gana neituðu hins vegar að gefast upp og minnkuðu muninn á 89. mínútu með marki frá Osman Bukari en nær komst liðið ekki.

Leikar enduðu með 3-2 sigri Portúgal sem tyllir sér þar með eitt á topp H-riðils með fullt hús stiga eftir fyrstu umferð. Suður Kórea og Úrúgvæ koma þar á eftir með eitt stig hvort og Gana situr á botni riðilsins án stiga.

Portúgal mætir Úrúgvæ í næsta leik sínum á HM og í sömu umferð mætast Suður Kórea og Gana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United sagt ætla að blanda sér í baráttuna um spænska landsliðsmanninn

United sagt ætla að blanda sér í baráttuna um spænska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Lykilmaður sást ekki á æfingu í dag

Áfall fyrir Liverpool – Lykilmaður sást ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Búist við að tíu leikmenn fari frá United í sumar – Þessir fimm fara pottþétt

Búist við að tíu leikmenn fari frá United í sumar – Þessir fimm fara pottþétt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Verður rekinn í maí

Verður rekinn í maí
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja selja Nick Pope á klink í sumar og fá inn nýjan markvörð

Vilja selja Nick Pope á klink í sumar og fá inn nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætla ekki að kaupa þýska framherjann í sumar

Ætla ekki að kaupa þýska framherjann í sumar
433Sport
Í gær

Tveir heitustu sóknarmenn Evrópu mætast á miðvikudag – Er að skora miklu meira en Salah

Tveir heitustu sóknarmenn Evrópu mætast á miðvikudag – Er að skora miklu meira en Salah
433Sport
Í gær

Leikmenn Fulham fögnuðu rosalega í klefanum á Old Trafford – Sjáðu hvernig þeir skemmtu sér

Leikmenn Fulham fögnuðu rosalega í klefanum á Old Trafford – Sjáðu hvernig þeir skemmtu sér