Á Fréttavaktinni í kvöld segjum við frá. því að til tíðinda dró snemma í morgun þegar forsætisráðherra boðaði með skömmum fyrirvara aðila kjarasamninga á sinn fund. Stjórnvöld eru að skoða aðkomu að lausn deilu sem komin er í harðan hnút.
Utanríkisráðherra segir mikilvægt að Ísland láti rödd sína heyrast á til að styðja konur í Íran, sem taka niður slæður og skera hár sitt krefjast mannréttinda. Aukafundur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fór fram í dag.
Á Koputorgi er risið fullbúið gagnver sem þjónustar meðal annars erlend stórfyrirtæki. Gagnverið, var að mestu leyti selt til erlendra fjárfesta og högnuðust íslenskir fjárfestar um milljarða á sölunni.
Best ráðið til að kaupa ekki of mikið og sóa ekki á þessu árstíma er að líta sér nær og spyrja hvað veitir manni mestu gleðina. Svarið er undantekningarlaust meiri samvera.
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands sendir frá sér afar persónulega bók fyrir jólin úr bréfum móður sinnar sem barðist við berkla.