fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
433Sport

Ræddu afar umdeilda breytingu – „Verða fleiri drasl-lið“

433
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 13:32

Luis Fernando Suarez, þjálfari Kosta Ríka, í gær. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsmeistaramótið í Katar er í fullum gangi þessa stundina. Þetta er hins vegar síðasta mótið með þessu sniði. Á því næsta, í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir fjögur ár, verður liðum fjölgað úr 32 í 48.

Þessi breyting var til umræðu í HM-hlaðvarpi íþróttadeildar Torgs í dag. Kom umræðan upp í kjölfar þess að Kosta Ríka tapaði 7-0 fyrir Spáni á HM í gær.

„Við sjáum svona lið á hverju einasta HM, eins og Kosta Ríka núna. Það verða fleiri drasl-lið á næsta HM og nóg er af þeim fyrir. Ég hef ekki trú á því en ég vona að FIFA bakki með þessa gölnu breytingu,“ segir Helgi Fannar Sigurðsson í þættinum.

Hörður Snævar Jónsson tók í svipaðan streng.

„Ég finn það með Meistaradeild Evrópu, maður er ekki alltaf að drepast úr spennu yfir riðlakeppninni. Það eru margir óspennandi leikir. Það er alltaf verið að reyna að fjölga til að búa til meiri pening. Þetta er eins og hagkerfi virkar, alltaf verið að reyna að stækka. Þetta verður kannski bara til þess að minni áhugi verði á mótunum.“

„Það er ekki hægt að stækka og stækka til að græða meiri pening. Þetta kemur niður á vörunni á endanum,“ segir Helgi að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United sagt ætla að blanda sér í baráttuna um spænska landsliðsmanninn

United sagt ætla að blanda sér í baráttuna um spænska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Lykilmaður sást ekki á æfingu í dag

Áfall fyrir Liverpool – Lykilmaður sást ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búist við að tíu leikmenn fari frá United í sumar – Þessir fimm fara pottþétt

Búist við að tíu leikmenn fari frá United í sumar – Þessir fimm fara pottþétt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Verður rekinn í maí

Verður rekinn í maí
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja selja Nick Pope á klink í sumar og fá inn nýjan markvörð

Vilja selja Nick Pope á klink í sumar og fá inn nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætla ekki að kaupa þýska framherjann í sumar

Ætla ekki að kaupa þýska framherjann í sumar
433Sport
Í gær

Tveir heitustu sóknarmenn Evrópu mætast á miðvikudag – Er að skora miklu meira en Salah

Tveir heitustu sóknarmenn Evrópu mætast á miðvikudag – Er að skora miklu meira en Salah
433Sport
Í gær

Leikmenn Fulham fögnuðu rosalega í klefanum á Old Trafford – Sjáðu hvernig þeir skemmtu sér

Leikmenn Fulham fögnuðu rosalega í klefanum á Old Trafford – Sjáðu hvernig þeir skemmtu sér