Hvort sem þú gerir, þá skaltu hætta því því þetta eru ekki réttu aðferðirnar til að þíða mat að sögn Susanne Ekstedt hjá SP Tekniske rannsóknarstofnunni í Gautaborg. Hún segir að setja eigi frosinn mat í plast og loka pokanum. Síðan á að láta pokann undir rennandi heitt vatn úr krananum. Þannig þiðni maturinn hraðar og bragðist einnig betur.
Hún segir það sína upplifun að almennt sé þessi aðferð þekkt í matvælaiðnaðinum en ekki meðal almennra neytenda.
Þannig að ef þú vilt þíða frosna matinn þinn hratt þá er best að gera það í vatni. Þetta á við um kjöt, fisk og grænmeti.