RÚV hefur eftir varðstjóra hjá slökkviliðinu að ekki sé óvarlegt að fullyrða að um reyksprengju hafi verið að ræða. Það sé þó verkefni lögreglunnar að rannsaka það og hvað gerðist.
Enginn eldur var í húsinu.
Aðfaranótt miðvikudags var reyksprengju kastað inn í hús í Fossvogi og í Hafnarfirði stöðvaði lögreglan mann sem var að búa sig undir að kasta reyksprengju inn í hús.
Lögreglan staðfesti í gær að þau mál tengist hnífsstungumálinu á Bankastræti Club í síðustu viku.