Þetta sagði Lawrence Freedman, prófessor í stríðsfræðum við King‘s College London, í samtali við Sky News.
Hann sagði að á næstu mánuðum muni heimsbyggðin hugsanlega sjá Úkraínumenn styrkja stöðu sína en á sama tíma muni Rússar ekki viðurkenna að þeir hafi beðið ósigur.
„Ég held að Pútín hafi engan áhuga á að ljúka þessu stríði,“ sagði hann og bætti við að um leið og Pútín ljúki stríðinu með samningaviðræðum verði hann í raun að hörfa og viðurkenna að þetta hafi allt saman verið heimskulegt hjá honum.
„Að vissu leyti er betra fyrir hann að draga þetta á langinn, jafnvel þótt hann nái ekki góðum árangri á vígvellinum, jafnvel þótt hann verði að láta land af hendi, hann getur þá kennt náttúrunni um það. Í hvert sinn sem hann gefur eftir, til dæmis með samningi um kornútflutning eða fangaskipti, ráðast harðlínumenn á hann. Ég óttast því að þetta sé staðan, Úkraínumenn styrki stöðu sína og nái meira landsvæði á sitt vald án þess að Rússar viðurkenni ósigur,“ sagði hann.