Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir kjaravidraedur í uppnámi eftir að Seðlabankinn ákvað að hækka stýrivekti um 0,25 prósentustig í morgun. Megnivextir Seðlabankans standa nú í 6 prósentum. Í rökstuðningi peningastefnunefndar kom fram að verðbólga hafi aukist lítillega á ný í október og mælst 9,4 prósent.
Fjörutíu prósent ungmenna á Íslandi upplifa mismunun samkvæmt nýrri skýrslu Unicef, en hana má einkum rekja til fátæktar sem takmarkar þátttöku í samfélaginu.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leik á morgun á sterkustu mótaröðinni í golfi í Evrópu, DP World Tour. Hann er annar Íslendingurinn sem nær þessum glæsilega árangri.
Þáttinn í fullri lengd má horfa á hér fyrir neðan. Hann hefst á slaginu 18:30 í opinni dagskrá á Hringbraut.