Ein ótrúlegustu úrslit sögunnar áttu sér stað í gær er Argentína tapaði 2-1 gegn Sádí Arabí í riðlakeppni HM.
Argentína er einn besta landslið heims og spilaði gegn Sádunum sem eru í raun ekki með frábært lið.
Argentína komst yfir með marki Lionel Messi úr vítaspyrnu en þeir grænklæddu skoruðu tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks til að tryggja 2-1 sigur.
Varnarmaðurinn Ali Al-Bulayhi sást tala við Messi á meðan leik stóð en sá síðarnefndi er einn besti leikmaður sögunnar.
Al-Bulayhi var alltaf viss um að Sádarnir gætu nælt í þrjú stig og var það nákvæmlega það sem hann sagði við Messi.
,,Ég sagði við hann að hann myndi ekki vinna þennan leik,“ sagði Al-Bulayhi aðspurður hvað hann sagði við Messi.
Það einhvern veginn varð raunin að lokum en Argentína var miklu betri aðilinn í viðureigninni.