Samkvæmt Jordan Pickford, landsliðsmarkverði Englands, er Harry Kane í fínu lagi.
Kane fór meiddur af velli gegn Íran í fyrsta leik enska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Katar á mánudag.
Framherjinn var með umbúðir um ökklann er hann fór út í liðsrútu eftir leik og höfðu margir miklar áhyggjur.
„Ég held að hann sé góður. Hann er örugglega smá aumur en hann var úti á grasi með okkur í dag,“ segir Pickford.
„Ég held hann sé í góðu lagi.“
England mætir Bandaríkjunum í öðrum leik liðanna á HM á föstudag. Mikil eftirvænting er fyrir leiknum, en Englendingar léku á alls oddi gegn Íran.