Þrjú evrópsk stórlið eru líklegust til að krækja í undabarnið Endrick hjá Palmeiras í Brasilíu.
Það er Fabrizio Romano sem segir frá þessu.
Endrick er aðeins sextán ára gamall. Hann skoraði þó þrjú mörk og lagði upp eitt í brasilísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann spilaði aðeins um 300 mínútum í sjö leikjum.
Brasilíski táningurinn getur leyst allar stöðurnar fremst á vellinum.
Samkvæmt Romano eru félögin sem eru líklegust til að fá Endrick Chelsea, Real Madrid og Paris Saint-Germain.
Foreldrar leikmannsins hafa áður sagt að þau vilji búa til rétta leið fyrir leikmanninn inn í atvinnumennskuna í Evrópu.
Endrick á að baki fjóra leiki fyrir U-17 ára lið Brasilíu, þar sem hann hefur skorað fimm mörk.