Hlutabréfavirði Manchester United hefur rokið upp eftir að greint var frá því að félagið væri til sölu.
Glazer fjölskyldan sem á félagið greindi frá því í gær að félagið væri til sölu.
Félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og virði bréfanna hefur rokið upp við þessi tíðindi.
Þannig hefur hluturinn hækkað um rúma þrjá dollara og í heildina hefur hækkunin verið 24 prósent síðustu tvo daga.
Glazer fjölskyldan vill fá um og yfir 6 milljarða punda fyrir United sem er eitt verðmætasta vörumerki í heimi.