Þýskaland og Japan mætast í fyrsta leik E-riðils á Heimsmeistaramótinu í Katar nú klukkan 13 að íslenskum tíma.
Þjóðverjar þurfa að gera miklu betur en á HM fyrir fjórum árum, þegar liðið datt úr leik í riðlakeppninni.
Á sama tíma kom Japan nokkuð á óvart þar.
Byrjunarliðin eru klár. Kai Havertz leiðir framlínu Þjóðverja. Menn eins og Leroy Sane og Leon Goretzka eru á bekknum.
Þýskaland
Neuer, Rudiger, Raum, Sule, Schlotterbeck, Kimmich, Gundogan, Musiala, Muller, Gnabry, Havertz
Japan
Gonda, Sakai, Itakura, Yoshida, Nagatomo, Endo, Ito, Kamada, Tanaka, Kubo, Maeda