Það vakti athygli þegar leikur Póllands og Mexíkó var sýndur á RÚV í gær hvernig lýsandinn Einar Örn Jónsson bar fram nafn Wojciech Szczesny, markvarðar Pólverja.
Nafnið er auðvitað afar langt og flókið en hjá Einari hljóðaði það einhvernveginn svona: Stensney.
Þegar málið er skoðað betur má heyra að framburður Einars er í raun hárréttur.
Þetta var til umræðu í HM-hlaðvarpi íþróttadeildar Torgs (Fréttablaðsins og DV) í dag.
„Þetta er líklega eins RÚV-legt og það verður,“ segir Helgi Fannar Sigurðsson í þættinum.
„Einar Örn færi ekki að klikka á þessu,“ bætir Aron Guðmundsson við.
Benedikt Bóas Hinriksson var einnig í þættinum og hrósaði hann Einari í hástert.
„Ef það er eitthvað sem ég veit um Einar Örn þá er það að hann er vel undirbúinn og hann veit hvernig þetta er.“
Umræðan um málið er hér að neðan.
Þetta er reyndar hárrétt, rétt eins og brasilíski Hulk er borið fram sem “Hú-kí”.
Þetta er skemmtileg hefð á RUV, að læra rétta framburðinn og sjokkera svo íslenska fótboltaáhugamenn.https://t.co/Q7KSGBWGgx
— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) November 22, 2022