Sky News segir að rússneska dagblaðið Kommersant hafi skýrt frá þessu.
Er hershöfðinginn sagður hafa krafið yfirmann á skráningarstofu hersins í Moskvu, um þvottavél. Skráningarstofan hafði ekki náð nægilega góðum árangri við öflun nýliða fyrir herinn og vildi hershöfðinginn fá þvottavél gegn því að skrifa skýrslu þar sem hann staðfesti að stofan hefði náð þeim markmiðum sem henni hefðu verið sett.
Hinn var ósáttur við þetta og tilkynnti málið til leyniþjónustunnar FSB. Hershöfðinginn játaði að hafa krafið hinn um þvottavél og var settur í tveggja mánaða stofufangelsi.