Þetta kemur fram í svari Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Fréttablaðið skýrir frá þessu.
Klamýdía er langútbreiddasti kynsjúkdómurinn en tilfellin voru 530 á hverja 100.000 íbúa árið 2018. Á síðasta ári var hlutfallið komið niður í 489 á hverja 100.000 íbúa.
Lekandi kom þar á eftir en 2019 voru 34 tilfelli á hverja 100.000 íbúa en á síðasta ári voru þau 29.
HIV-tilfellum fækkaði úr 11 á hverja 100.000 íbúa í sex á síðasta ári.
Sárasóttarfaraldur hefur geisað meðal karlmanna sem stunda óvarið kynlíf með öðrum körlum.