fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Eyjan

Aðgerðarleysi í orkumálum reynist okkur dýrkeypt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 09:00

Orkuveitan þarf að auka orkuvinnslu sína næstu áratugina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að áralöng pattstaða vegna deilna um rammaáætlun reynist þjóðinni dýr á tímum vaxandi orkuskorts. Orkumálastjóri tekur undir þetta.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum þá hafa landsmenn verið hvattir til að spara heitt vatn að undanförnu og umræður hafa átt sér stað um að hitaveitan sé ekki sjálfbær auðlind.

Guðlaugur Þór benti á að rammaáætlunin hafi verið stopp í níu ár og á þeim tíma hafi litlar rannsóknir verið stundaðar og nánast engin ný orkuöflun átt sér stað. Þessi pattstaða hafi reynst dýr. „Ramminn snýst líka um heitt vatn, ekki bara rafmagn,“ sagði hann og benti á að Orkuveita Reykjavíkur nýti 1.200 megavatta uppsett afl af heitu vatni. Hún þurfi að tvöfalda framleiðslu sína til 2016 til að mæta fólksfjölgun á veitusvæðinu. Til samanburðar má nefna að Kárahnjúkavirkjun er 700 megavött.

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, sagði að ef áform um fiskeldi á landi gangi eftir muni það valda eftirspurn eftir heitu vatni sem sé meiri en þörf allra höfuðborgarbúa í dag. Hún segir að pattstaða rammaáætlunarinnar og hversu langt ferlið hafi verið, hafi skapað tortryggni á báða bóga. Hún sagði rammaáætlunina vera mikilvægt verkfæri en það þurfi einnig að huga að skilvirkni: „Að taka ekki tíðari ákvarðanir en gert var er óásættanlegt og hefur vitaskuld haft áhrif á þróun hitaveitunnar hér á landi,“ sagði hún.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna