Á sjöunda tímanum var maður handtekinn í Hlíðahverfi, grunaður um vörslu fíkniefna og peningaþvætti. Hann var vistaður í fangageymslu.
Um klukkan 22 voru tveir menn handteknir í Hlíðahverfi. Þeir voru akandi. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og vörslu/sölu fíkniefna. Farþegi er grunaður um vörslu/sölu fíkniefna. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.
Á áttunda tímanum voru afskipti höfð af manni í Hlíðahverfi sem er grunaður um vörslu fíkniefna. Málið var afgreitt á vettvangi.
Um klukkan þrjú var lögreglan beðin um aðstoð við að vísa óvelkomnum manni úr íbúð í Hlíðahverfi. Hann var í mjög annarlegu ástandi og neitaði að yfirgefa íbúðina. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Við leit á honum fundust ætluð fíkniefni. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.
Í Hafnarfirði og Garðabæ bar það hels til tíðinda að eldur kom upp við yfirgefna skólabyggingu á níunda tímanum. Kveikt hafði verið í rúmdýnu sem var á skólalóðinni. Búið var að slökkva eldinn þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang. Á Heiðmerkurvegi í Garðabæ lenti bifreið utan vegar skömmu fyrir klukkan 23. Upplýsingar liggja ekki fyrir um meiðsl þeirra sem voru í bifreiðinni. Dráttarbifreið flutti bifreiðina af vettvangi.
Í Kópavogi bar það helst til tíðinda að afskipti voru höfð af manni einum á sjötta tímanum í gær en hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Um klukkan 19 voru afskipti höfð af öðrum manni sem er grunaður um vörslu fíkniefna. Það mál var afgreitt á vettvangi.
Í Breiðholti var ökumaður handtekinn á níunda tímanum, grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Í Árbæ voru afskipti höfð af manni vegna vörslu fíkniefna.
Í Grafarvogi varð klórmengun í gufubaði sundlaugar á níunda tímanum í gærkvöldi. Sjúkralið hlúði að fólki á vettvangi og fimm voru fluttir á bráðamóttöku til aðhlynningar.