fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Aðalvígstöðvarnar í Úkraínu færast nú til – Úkraínumenn geta ekki sótt fram nema eiga mikið mannfall á hættu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 07:00

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem aðalvígstöðvarnar í Úkraínu hafi nú flust frá Kherson í suðri til Svatove í norðausturhluta landsins.

Þetta er mat breska varnarmálaráðuneytisins en það birtir daglegar færslur á Twitter um gang stríðsins.

Eftir að Rússar flúðu frá Kherson, vestan við ána Dnipro, eru Rússar ekki í eins viðkvæmri stöðu í héraðinu og áður. Ráðuneytið segir að nú sé auðveldara fyrir Rússa að verja suðvesturvarnarlínu sína meðfram austurbakka Dnipro en Svatove-héraðið sé líklega veikasti hlutinn af varnarlínu þeirra.

Svatove er í Luhansk. Rússar og Úkraínumenn hafa skipst á að hafa bæinn á valdi sínu síðan stríðið hófst. Nú eru það Rússar sem eru með hann á sínu valdi. Bærinn er nærri stóru svæði í Kharkiv sem Úkraínumenn náðu á sitt vald í september með skyndisókn.

TV2 hefur eftir Jacob Kaarsbo, sérfræðingi hjá hugveitunni Tænketanken Europa, að sókn Úkraínumanna í átt að Svatove standi nú yfir en gangi ekki hratt fyrir sig. Rússar reyni nú að koma upp varnarlínum þar. Úkraínumenn hafi náð nokkrum þorpum á svæðinu á sitt vald en hafi ekki enn náð að umkringja bæinn.

Hann sagði það hægja á sókn Úkraínumanna að Rússar hafi sent mikinn fjölda nýliða til Svatove. Því geti Úkraínumenn ekki sótt fram nema að eiga á hættu að verða fyrir miklu mannfalli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði