Bandaríska Glazer fjölskyldan er nú að skoða það að selja stórlið Manchester United.
Þetta kemur fram í fréttum Sky Sports í kvöld en þessi umtalaða fjölskylda er ekki vinsæl í Manchester.
Langdflestir stuðningsmenn Man Utd hafa beðið eftir þessum fregnum lengi en áhugi Bandaríkjamannana á félaginu er lítill.
Fjölskyldan hefur sett litla peninga inn í félagið en þó verið dugleg að taka út.
Það er mikið að gerast hjá Man Utd þessa dagana en Cristiano Ronaldo hefur einnig verið leystur undan samningi.
🚨 BREAKING 🚨
Manchester United owners to explore sale as Glazers seek new investment pic.twitter.com/z7PPVbKEu7
— Football Daily (@footballdaily) November 22, 2022