Japan mun vinna Þýskaland á HM í Katar að sögn varnarmannsins Takehiro Tomiyasu sem er leikmaður liðsins.
Tomiyasu er landsliðsmaður Japan og leikmaður Arsenal en þessi lið eigast við á morgun klukkan 13:00.
Þýskaland er fyrir leikinn mun sigurstranglegra en Tomiyasu er ansi kokhraustur fyrir viðureignina.
,,Auðvitað erum við með nóg gæði til að sigra þá, við þurfum að vera fullir sjálfstrausts og finna jafnvægið,“ sagði Tomiyasu.
,,Við þurfum að vera auðmjúkir og stundum raunsæir en við munum reyna að vinna þá og erum tilbúnir að gera það.“
,,Þýskaland er einn erfiðasti andstæðingur heims en það getur allt gerst í fótbolta og við munum láta það gerast.“