Franska landsliðið hefur leik á HM í Katar í dag og á að vinna sína fyrstu viðureign í riðlakeppninni.
Frakkland spilar gegn Ástralíu í fyrsta leik sínum og er talið mun sigurstranglega fyrir upphafsflautið.
Það verður enginn Karim Benzema með franska liðinu í dag en hann er meiddur og mun ekki spila á mótinu.
Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin í lokaleik dagsins.
Frakkland: Lloris; Pavard, Upamecano, Konaté, Lucas Hernández; Rabiot, Tchouaméni; Mbappé, Griezmann, Dembélé; Giroud.
Ástralía: Ryan; Behich, Rowels, Souttar, Atkinson; Irvine, Mooy, McGree; Goodwin, Duke, Leckie.